Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:01 Evelyn Hernández (t.h.) í dómsal í Delgado-borg utan við höfuðborgina San Salvador. Vísir/AP Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández. El Salvador Þungunarrof Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Sjá meira
Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández.
El Salvador Þungunarrof Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Sjá meira