Ósýnilega ógnin Davíð Þorláksson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Filippseyjar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar