Íslensk kona á tíræðisaldri sótti um vegabréf hér á landi í dag en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á nýjan leik fyrir skömmu. Konan hefur verið bandarískur ríkisborgari frá því hún flutti frá Íslandi til Bandaríkjanna um miðja síðustu öld.
Það erfiðasta sem Ieda (Ída) Herman tókst á við í dag var að brosa ekki þegar hún fór ásamt dóttur sinni í myndatöku í víkingabúningum til að fagna nýfengnum ríkisborgararétti.
„Ég hef aldrei gert neitt eins og þetta áður. En ég prófa stundum eitthvað klikkað mér til skemmtunar,“ segir Ída.
Ída missti íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar þess að hún flutti til Bandaríkjanna á sjötta áratug síðustu aldar.
„Ég áttaði mig ekki á því að ég hefði misst ríkisborgararétt minn þegar ég varð bandarískur borgari, líklega árið 1956.“
Ída er ein sex systkina. Hún er 94 ára. Samkvæmt Íslendingabók á Ída ríflega 2.500 frænkur og frændur á landinu.
Ída sótti um íslenskt vegabréf hjá sýslumanninum í Kópavogi í morgun. Fylgjast má með ævintýrum hennar á Instagram undir nafninu 4VikingAmma.
Íslensk kona á tíræðisaldri fékk íslenskan ríkisborgararétt aftur
Sighvatur Jónsson skrifar

Mest lesið




Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent






Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent