Engin úrræði eru fyrir andlega veika fanga eftir afplánun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júlí 2019 21:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira