Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 14:30 Jim Ratcliffe hefur staðið í stórtækum jarðakaupum hér á landi síðustu ár. vísir/getty Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg. Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg.
Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51