Hann segir að flugmóðurskipið USS Boxer hafi gripið til varnaraðgerða á fimmtudag þegar að dróninn var í um 900 metra fjarlægð frá skipinu.
Yfirvöld í Tehran sögðu áður að þau hafi fangað erlent tankskip og 12 manna áhöfn þess á sunnudag fyrir að hafa reynt að smygla eldsneyti í flóanum.
Íran hefur verið kennt um röð árása á flutningaskip síðan í maí af Bandaríkjunum en Persaflói er helsta flutnings- og verslunarsvæði olíu í heiminum. Yfirvöld í Tehran hafa neitað öllum ásökunum.
Nýjustu hræringar vekja ótta um að til átaka komi á svæðinu.