Varnarsigur Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Íslenska krónan Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun