Varnarsigur Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Íslenska krónan Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun