Félagsmálapakkar hinna nýju Bolli Héðinsson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Evrópusambandið Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar