Tylliástæður Davíð Stefánsson skrifar 1. júlí 2019 07:00 Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun