Fjölskyldu grunar að kattarmorðingi gangi laus í Vogum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2019 08:00 Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. Myndin er úr safni. vísir/getty Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira