Eðlilegt verð segir borgin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 06:15 Húsið kostar borgina 230 milljónir króna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira