Gagnrýnin á herta stefnu í vímuefnamálum: „Það er verið að refsa veiku fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:15 Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif. Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif.
Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira