Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 12:33 Rússneskur sjóliði á gangi við Pétursborg. Talið er að áhöfn kafbátsins sem lést hafi komið þaðan. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml sæta gagnrýni heima fyrir vegna eldsvoða í kafbáti sem varð fjórtán manna áhöfn að bana á mánudag. Ekki var greint frá eldsvoðanum fyrr en í gær og hafa stjórnvöld veitt takmarkaðar upplýsingar um atvik. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létust bátsverjarnir af völdum eiturgufa frá eldinum. Þau hafa lýst kafbátnum sem djúpsjávarrannsóknakafbát sem hafi verið við mælingar á sjávarbotninum í Barentshafi innan rússneskrar lögsögu. Ekkert hefur komið fram um hvort að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn eða hvaða gerðar hann var, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vísaði spurningu um hvort báturinn hafi verið kjarnaknúinn á varnarmálaráðuneytið. Norsk stjórnvöld segjast ekki hafa orðið vör við óvenjulega geislun. Í rússneskum fjölmiðlum hefur heyrst gagnrýni á stjórnvöld og viðbrögðum þeirra líkt við það þegar sovésk yfirvöld þögðu þunnu hljóði um kjarnorkuslysið í Tsjérnóbíl árið 1986. „Það er alls ekkert vitað í augnablikinu, hver, hvað…Ég skil ekki eitt: hvers vegna leið dagur og fyrst þá gáfu þeir út yfirlýsingu um þá látnu? Hvers vegna vitum við ekki nöfn þeirra? Er þetta eðlilegt?“ spurði Jevgení Butnman, þulur á útvarpsstöðinni Ekho Moskvy. Fréttastofan RBC hélt því fram að kafbáturinn væri af gerðinni AS-12 og væri kjarnorkuknúinn. Hann væri hannaður til að kafa á miklu dýpi og er einn þeirra kafbáta sem mest leynd ríkir yfir í rússneska flotanum. Nítján ár eru frá því að 118 rússneskir sjóliðar fórust um borð í kjarnorkuknúna kafbátnum Kursk í Barentshafi. Líkt og nú voru rússnesk stjórnvöld gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð og lélegar björgunartilraunir. Þá líkt og nú var Vladímír Pútín forseti landsins. Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml sæta gagnrýni heima fyrir vegna eldsvoða í kafbáti sem varð fjórtán manna áhöfn að bana á mánudag. Ekki var greint frá eldsvoðanum fyrr en í gær og hafa stjórnvöld veitt takmarkaðar upplýsingar um atvik. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létust bátsverjarnir af völdum eiturgufa frá eldinum. Þau hafa lýst kafbátnum sem djúpsjávarrannsóknakafbát sem hafi verið við mælingar á sjávarbotninum í Barentshafi innan rússneskrar lögsögu. Ekkert hefur komið fram um hvort að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn eða hvaða gerðar hann var, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vísaði spurningu um hvort báturinn hafi verið kjarnaknúinn á varnarmálaráðuneytið. Norsk stjórnvöld segjast ekki hafa orðið vör við óvenjulega geislun. Í rússneskum fjölmiðlum hefur heyrst gagnrýni á stjórnvöld og viðbrögðum þeirra líkt við það þegar sovésk yfirvöld þögðu þunnu hljóði um kjarnorkuslysið í Tsjérnóbíl árið 1986. „Það er alls ekkert vitað í augnablikinu, hver, hvað…Ég skil ekki eitt: hvers vegna leið dagur og fyrst þá gáfu þeir út yfirlýsingu um þá látnu? Hvers vegna vitum við ekki nöfn þeirra? Er þetta eðlilegt?“ spurði Jevgení Butnman, þulur á útvarpsstöðinni Ekho Moskvy. Fréttastofan RBC hélt því fram að kafbáturinn væri af gerðinni AS-12 og væri kjarnorkuknúinn. Hann væri hannaður til að kafa á miklu dýpi og er einn þeirra kafbáta sem mest leynd ríkir yfir í rússneska flotanum. Nítján ár eru frá því að 118 rússneskir sjóliðar fórust um borð í kjarnorkuknúna kafbátnum Kursk í Barentshafi. Líkt og nú voru rússnesk stjórnvöld gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð og lélegar björgunartilraunir. Þá líkt og nú var Vladímír Pútín forseti landsins.
Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49