Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 13:01 Konan stal peningum af ellefu skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00