Háir skjólveggir sagðir skemma götumyndina Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júlí 2019 07:15 Sérstakir skjólveggjaskilmálar eru til staðar í Urriðaholti í Garðabæ og hafa íbúar í einhverjum tilfellum brotið gegn þeim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira