Heilsufarshrun Guðrún Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun