Fjögur börn veik eftir E. coli smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:00 Málið kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Vísir/vilhelm Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira