Telja eldinn hafa komið upp í rafhlöðurými kafbátsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:39 Pútín forseti í Severomorsk-flotastöðinni í Múrmansk árið 2014. Kafbáturinn er sagður kominn þangað. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands. Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands.
Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49
Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33