Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júlí 2019 07:15 Íshellir sem ferðamenn skoða á vegum Mountaineers of Iceland í Suðurjökli. Mynd/Mountaineers of Iceland „Það verður að bregðast við breytingum, ekki síst þegar ferðamönnum er að fækka, til að hafa eitthvað upp á að bjóða,“ segir Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland, sem vilja fá að gera ísgöng í Suðurjökli í Langjökli. Í umsókn Mountaineers of Iceland til Bláskógabyggðar frá í apríl er óskað eftir 50 sinnum 500 metra lóð á Suðurjökli við Skálpanes til að gera manngerð ísgöng. Afgreiðslu málsins var frestað í maí en var aftur tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í gær þar sem umsóknin var samþykkt. „Við höfum verið að sýna ferðamönnum náttúrulega íshella í jökulsporðinum. Þeir eru bara að bráðna í burtu,“ segir Herbert sem kveður bráðnunina vera mjög hraða. Aðspurður hvort ísgöngin verði lík þeim sem eru í vestanverðum Langjökli segir Herbert nýju göngin aðeins vera um eitt hundrað metrar að lengd en ekki um fimm hundruð. „Við verðum í um sjö til átta hundrað metra hæð, það er eiginlega í jökulsporðinum. Við ætlum að reyna að vera í sem þéttustum ís þannig að þetta haldist sem best og ísinn sé glær svo það sé hægt að sjá inn í hann,“ útskýrir Herbert.Herbert Hauksson, hjá Mountaineers of Iceland.Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitti í gær leyfi til eins árs fyrir starfsemi á svæðinu. „Verði breyting á aðalskipulagi samþykkt eins og óskað er eftir, yrði skilgreind lóð fyrir íshelli, gerður samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins á grundvelli reglna um þjóðlendur, og lóðin auglýst til úthlutunar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Þetta er allt á byrjunarstigi,“ undirstrikar Herbert. „Þetta er kapphlaup við tímann því hinir hellarnir eru að hverfa,“ segir Herbert sem kveður jöklaskoðun mjög vinsæla meðal ferðamanna. „Jöklarnir eru náttúrlega á hverfanda hveli í hlýnandi loftslagi og mönnum finnst þeir vera mjög sérstakir. Þeir vilja komast inn í jökulinn eða inn í einhvers konar göng,“ segir Herbert. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Það verður að bregðast við breytingum, ekki síst þegar ferðamönnum er að fækka, til að hafa eitthvað upp á að bjóða,“ segir Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland, sem vilja fá að gera ísgöng í Suðurjökli í Langjökli. Í umsókn Mountaineers of Iceland til Bláskógabyggðar frá í apríl er óskað eftir 50 sinnum 500 metra lóð á Suðurjökli við Skálpanes til að gera manngerð ísgöng. Afgreiðslu málsins var frestað í maí en var aftur tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í gær þar sem umsóknin var samþykkt. „Við höfum verið að sýna ferðamönnum náttúrulega íshella í jökulsporðinum. Þeir eru bara að bráðna í burtu,“ segir Herbert sem kveður bráðnunina vera mjög hraða. Aðspurður hvort ísgöngin verði lík þeim sem eru í vestanverðum Langjökli segir Herbert nýju göngin aðeins vera um eitt hundrað metrar að lengd en ekki um fimm hundruð. „Við verðum í um sjö til átta hundrað metra hæð, það er eiginlega í jökulsporðinum. Við ætlum að reyna að vera í sem þéttustum ís þannig að þetta haldist sem best og ísinn sé glær svo það sé hægt að sjá inn í hann,“ útskýrir Herbert.Herbert Hauksson, hjá Mountaineers of Iceland.Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitti í gær leyfi til eins árs fyrir starfsemi á svæðinu. „Verði breyting á aðalskipulagi samþykkt eins og óskað er eftir, yrði skilgreind lóð fyrir íshelli, gerður samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins á grundvelli reglna um þjóðlendur, og lóðin auglýst til úthlutunar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Þetta er allt á byrjunarstigi,“ undirstrikar Herbert. „Þetta er kapphlaup við tímann því hinir hellarnir eru að hverfa,“ segir Herbert sem kveður jöklaskoðun mjög vinsæla meðal ferðamanna. „Jöklarnir eru náttúrlega á hverfanda hveli í hlýnandi loftslagi og mönnum finnst þeir vera mjög sérstakir. Þeir vilja komast inn í jökulinn eða inn í einhvers konar göng,“ segir Herbert.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira