Endurvekur útlendinganefnd með utanaðkomandi aðstoð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 18:45 Dómsmálaráðherra telur að endurskoða þurfi málefni útlendinga í heild sinni. Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira