Að selja landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2019 08:00 Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun