Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 20:30 Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24
Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43