Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 18:15 Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira