Fljótasta táningsstúlka sögunnar ekki líkleg til að ná bílprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 14:00 Amy Hunt trúði varla tímanum þegar hún kom í mark. Mynd/Twitter/@AmyHunt02 Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér. Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér.
Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira