Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 13:27 Ásta Stefánsdóttir tók við starfi sveitarstjóra í Bláskógabyggð í fyrra. Vísir/Magnús Hlynur Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitarfélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. Alls hafa níu börn greinst með sýkingar af völdum E. coli baktería. Fjögur fyrir helgi og svo bættust við fimm um helgina. Öll börnin eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Þá eru þau öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. „Það er óþægilegt að það er eins og allir liggi undir grun í svo gríðarlega stóru sveitarfélagi,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Þau fylgist grannt með gangi mála en taki engan þátt í sjálfri rannsókninni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurÍbúar hugsa til barnanna Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði við Vísi í morgun að verið sé að vinna í að finna sameiginlegan punkt í ferðalögum barnanna í Bláskógabyggð. Hann segir reynt með ákveðnum faraldsfræðilegum upplýsingum að negla niður líklegustu staðina hvar smitið hafi átt sér stað. „Þá er tekið sýni þaðan og það gildir bæði um matvæli, vatn og fleira sem er verið að skoða.“ Ásta segir að búið sé að kanna öll vatnsbólin í Bláskógabyggð og þar sé allt í góðu lagi. Það sé í raun það sem snúi beint að sveitarfélaginu og rekstri þess. Þar sé ekkert að óttast. „Við getum lítið gert nema bíða eftir niðurstöðum og það verður mjög gott þegar þær liggja fyrir.“ Fólk hugsi til barnanna sem hafi smitast.Kenningar eigi ekki heima í fjölmiðlum Þórólfur segir ekki tímabært að segja neitt um það á þessu stigi hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. „Það geta verið alls konar vangaveltur, teoríur og kenningar og því um líkt en það á ekki heima í fjölmiðlum. Við erum bara að vinna og skoða þessa hluti og þegar við erum orðin nokkuð viss um hvaðan þetta kemur þá munum við segja það. En á meðan svo er ekki þá höldum við þessari vinnu fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitarfélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. Alls hafa níu börn greinst með sýkingar af völdum E. coli baktería. Fjögur fyrir helgi og svo bættust við fimm um helgina. Öll börnin eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Þá eru þau öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. „Það er óþægilegt að það er eins og allir liggi undir grun í svo gríðarlega stóru sveitarfélagi,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Þau fylgist grannt með gangi mála en taki engan þátt í sjálfri rannsókninni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurÍbúar hugsa til barnanna Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði við Vísi í morgun að verið sé að vinna í að finna sameiginlegan punkt í ferðalögum barnanna í Bláskógabyggð. Hann segir reynt með ákveðnum faraldsfræðilegum upplýsingum að negla niður líklegustu staðina hvar smitið hafi átt sér stað. „Þá er tekið sýni þaðan og það gildir bæði um matvæli, vatn og fleira sem er verið að skoða.“ Ásta segir að búið sé að kanna öll vatnsbólin í Bláskógabyggð og þar sé allt í góðu lagi. Það sé í raun það sem snúi beint að sveitarfélaginu og rekstri þess. Þar sé ekkert að óttast. „Við getum lítið gert nema bíða eftir niðurstöðum og það verður mjög gott þegar þær liggja fyrir.“ Fólk hugsi til barnanna sem hafi smitast.Kenningar eigi ekki heima í fjölmiðlum Þórólfur segir ekki tímabært að segja neitt um það á þessu stigi hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. „Það geta verið alls konar vangaveltur, teoríur og kenningar og því um líkt en það á ekki heima í fjölmiðlum. Við erum bara að vinna og skoða þessa hluti og þegar við erum orðin nokkuð viss um hvaðan þetta kemur þá munum við segja það. En á meðan svo er ekki þá höldum við þessari vinnu fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30