Börn vilja vera með í ráðum þegar foreldrar birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 19:13 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hvetur foreldra til að staldra við og hugleiða hvernig verði farið með það efni sem þau kunna að birta af börnunum sínum. Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira