Ríkið þarf að greiða eldri borgurum milljarðana fimm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 12:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar vafalítið ákvörðun Hæstaréttar. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna. Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59