Framdi ítrekuð ofbeldisbrot og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubílakostnað Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 12:59 Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði. Dómsmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari veglokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði.
Dómsmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari veglokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira