Durant og Leonard vilja semja við sama liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 10:00 Verða þessir tveir liðsfélagar næsta vetur? vísir/getty Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins. NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins.
NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00
Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30