Durant og Leonard vilja semja við sama liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 10:00 Verða þessir tveir liðsfélagar næsta vetur? vísir/getty Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins. NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins.
NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00
Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30