Eignarréttur nær ekki til þýfis Þorvaldur Gylfason skrifar 20. júní 2019 07:00 New York – Við upphaf þessarar aldar virtist ekkert geta staðið í vegi fyrir áframhaldandi framsókn lýðræðis um heiminn. Við höfðum séð lýðræði rísa í fjórum bylgjum. Fyrsta bylgjan reis með sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776, fyrsta fullburða lýðræðisríkisins. Önnur bylgjan reis um miðja 19. öld þegar Evrópuþjóðir risu upp gegn kóngum og keisurum og Íslendingar héldu þjóðfund 1851. Þriðja bylgjan reis þegar lýðræðisríkin ásamt Rússum sigruðu fasista og nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Fjórða bylgjan reis 1974 þegar einræðisstjórn Portúgals var steypt af stóli og grísku herforingjastjórninni skömmu síðar. Þessi fjórða bylgja barst því næst til Spánar og áfram 1989-1991 til kommúnistaríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu og Rússlandi og einnig til Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Lýðræðisríki heimsins voru innan við tíu í síðari heimsstyrjöldinni og eru nú tæplega 100. Mjög hefur þó hægt á fjölgun í hópi lýðræðisríkja frá 2006 þar eð lýðræði á nú undir högg að sækja æ víðar um heiminn, einnig þar sem sízt skyldi í Bandaríkjunum og Evrópu, þ.m.t. Ísland. Um þessa háskalegu þróun birta erlendir stjórnmálafræðingar nú bók eftir bók, nú síðast Larry Diamond prófessor í Stanford-háskóla í Kaliforníu sem var að senda frá sér bókina Illviðri(e. Ill Winds).Hagsmunasamtök stjórnmálamanna Vanda lýðræðisins nú virðist mega rekja til tveggja meginróta. Stjórnmálaflokkar hafa ekki staðið í stykkinu. Þeir hafa í auknum mæli hegðað sér eins og sjálfhverf hagsmunasamtök stjórnmálamanna og með því móti fyrirgert trausti fólksins og því ekki megnað að aftra óvinum lýðræðisins. Hvernig er hægt að taka þýzka Jafnaðarflokkinn alvarlega þegar Gerhard Schröder, kanslari Þýzkalands 1998-2005, gerðist að því loknu auðmaður í boði rússneskra orkufyrirtækja og þá um leið Pútíns forseta? Hvernig er hægt að taka brezka Íhaldsflokkinn alvarlega þegar hann er orðinn uppvís að því að etja Bretum út úr ESB af innanflokksástæðum án nokkurs sýnilegs undirbúnings eða umhugsunar? Þannig getum við farið land úr landi. Hin meginrót vandans er að markaðsbúskapur án nauðsynlegs mótvægis, aðhalds og eftirlits mylur undir græðgi og siðblindu í viðskiptum og stjórnmálum. Stórþjófar vaða nú víða uppi í stjórnmálum þar eð fyrirstaðan er veik. Einn þessara manna er nú forseti Bandaríkjanna, annar er forseti Rússlands. Þeir eru fleiri. Illa fengið fé Þjófráðar heimsins (e. kleptocrats) fara sínu fram í krafti þess að þeim er hlíft. Bandaríska fjármálaráðuneytið telur að árlegt innstreymi illa fengins fjár til Bandaríkjanna nemi 2% af landsframleiðslu. Árlegt innstreymi illa fengins fjár til Bretlands er talið nema 5% af landsframleiðslu. Helmingur auðæfa Rússa er geymdur í skattaskjólum líkt og þriðjungur auðæfa Afríkubúa. Ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Bretlands væri í lófa lagið að leggjast á sveif með þeim sem eru að reyna að afhjúpa skattaskjólin og loka þeim. Þeim væri einnig í lófa lagið að setja nafnlausum skúffufyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar og taka fyrir nafnlaus fasteignakaup eins og t.d. þegar maður nokkur keypti sér íbúð í Washington 2006 og greiddi fyrir hana 15 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé. Ellefu árum síðar greindi Washington Post frá því að kaupandinn var rússneski auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Oleg Deripaska. Donald Trump hefur selt margar íbúðir í húsum sínum með líki lagi. Eftirlit með fjárböðun, öðru nafni peningaþvætti, í Bandaríkjunum er svo veikburða að hættan á að upp komist um slík brot er talin vera innan við 5%. Það mega Bretar eiga að þeir settu nýlega lög sem heimila rannsókn á grunsamlegum fasteignakaupum útlendinga ef þau virðast ekki samrýmast fjárráðum kaupandans. Lögin heimila eignaupptöku ef féð reynist illa fengið eða kaupandinn getur ekki gert grein fyrir uppruna fjárins. Eignarréttur nær ekki til þýfis. Afvopnum þjófráðana Fram hefur komið tillaga um að stofna þjóðarsjóði handa íbúum Rússlands og annarra þjófræðisríkja, sjóði sem upptekið þýfi væri lagt í og geymt þar til þessi ríki verða að réttarríkjum og yrði fénu þá skilað þangað. Þá þarf að veita uppljóstrurum trygga vernd og styðja við bakið á rannsóknarblaðamönnum og stofnunum sem fylgjast með spillingu um heiminn eins og t.d. samsteypunni sem afhjúpaði Panama-skjölin 2016. Þar tóku höndum saman 220 blaðamenn og yfir 100 fjölmiðlar frá 80 löndum og lyftu grettistaki. Fjárböðun er eitt helzta vopn þjófráðanna sem ógna nú lýðræðinu í æ fleiri löndum, láta greipar sópa um auðlindir almennings og ögra mannréttindum. Þeir geyma illa fengið fé að mestu í Ameríku og Evrópu. Stjórnvöldum þar ber að afvopna þjófráðana með því að girða fyrir fjárböðun. Annars er hætt við að áfram muni fjara undan lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
New York – Við upphaf þessarar aldar virtist ekkert geta staðið í vegi fyrir áframhaldandi framsókn lýðræðis um heiminn. Við höfðum séð lýðræði rísa í fjórum bylgjum. Fyrsta bylgjan reis með sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776, fyrsta fullburða lýðræðisríkisins. Önnur bylgjan reis um miðja 19. öld þegar Evrópuþjóðir risu upp gegn kóngum og keisurum og Íslendingar héldu þjóðfund 1851. Þriðja bylgjan reis þegar lýðræðisríkin ásamt Rússum sigruðu fasista og nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Fjórða bylgjan reis 1974 þegar einræðisstjórn Portúgals var steypt af stóli og grísku herforingjastjórninni skömmu síðar. Þessi fjórða bylgja barst því næst til Spánar og áfram 1989-1991 til kommúnistaríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu og Rússlandi og einnig til Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Lýðræðisríki heimsins voru innan við tíu í síðari heimsstyrjöldinni og eru nú tæplega 100. Mjög hefur þó hægt á fjölgun í hópi lýðræðisríkja frá 2006 þar eð lýðræði á nú undir högg að sækja æ víðar um heiminn, einnig þar sem sízt skyldi í Bandaríkjunum og Evrópu, þ.m.t. Ísland. Um þessa háskalegu þróun birta erlendir stjórnmálafræðingar nú bók eftir bók, nú síðast Larry Diamond prófessor í Stanford-háskóla í Kaliforníu sem var að senda frá sér bókina Illviðri(e. Ill Winds).Hagsmunasamtök stjórnmálamanna Vanda lýðræðisins nú virðist mega rekja til tveggja meginróta. Stjórnmálaflokkar hafa ekki staðið í stykkinu. Þeir hafa í auknum mæli hegðað sér eins og sjálfhverf hagsmunasamtök stjórnmálamanna og með því móti fyrirgert trausti fólksins og því ekki megnað að aftra óvinum lýðræðisins. Hvernig er hægt að taka þýzka Jafnaðarflokkinn alvarlega þegar Gerhard Schröder, kanslari Þýzkalands 1998-2005, gerðist að því loknu auðmaður í boði rússneskra orkufyrirtækja og þá um leið Pútíns forseta? Hvernig er hægt að taka brezka Íhaldsflokkinn alvarlega þegar hann er orðinn uppvís að því að etja Bretum út úr ESB af innanflokksástæðum án nokkurs sýnilegs undirbúnings eða umhugsunar? Þannig getum við farið land úr landi. Hin meginrót vandans er að markaðsbúskapur án nauðsynlegs mótvægis, aðhalds og eftirlits mylur undir græðgi og siðblindu í viðskiptum og stjórnmálum. Stórþjófar vaða nú víða uppi í stjórnmálum þar eð fyrirstaðan er veik. Einn þessara manna er nú forseti Bandaríkjanna, annar er forseti Rússlands. Þeir eru fleiri. Illa fengið fé Þjófráðar heimsins (e. kleptocrats) fara sínu fram í krafti þess að þeim er hlíft. Bandaríska fjármálaráðuneytið telur að árlegt innstreymi illa fengins fjár til Bandaríkjanna nemi 2% af landsframleiðslu. Árlegt innstreymi illa fengins fjár til Bretlands er talið nema 5% af landsframleiðslu. Helmingur auðæfa Rússa er geymdur í skattaskjólum líkt og þriðjungur auðæfa Afríkubúa. Ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Bretlands væri í lófa lagið að leggjast á sveif með þeim sem eru að reyna að afhjúpa skattaskjólin og loka þeim. Þeim væri einnig í lófa lagið að setja nafnlausum skúffufyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar og taka fyrir nafnlaus fasteignakaup eins og t.d. þegar maður nokkur keypti sér íbúð í Washington 2006 og greiddi fyrir hana 15 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé. Ellefu árum síðar greindi Washington Post frá því að kaupandinn var rússneski auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Oleg Deripaska. Donald Trump hefur selt margar íbúðir í húsum sínum með líki lagi. Eftirlit með fjárböðun, öðru nafni peningaþvætti, í Bandaríkjunum er svo veikburða að hættan á að upp komist um slík brot er talin vera innan við 5%. Það mega Bretar eiga að þeir settu nýlega lög sem heimila rannsókn á grunsamlegum fasteignakaupum útlendinga ef þau virðast ekki samrýmast fjárráðum kaupandans. Lögin heimila eignaupptöku ef féð reynist illa fengið eða kaupandinn getur ekki gert grein fyrir uppruna fjárins. Eignarréttur nær ekki til þýfis. Afvopnum þjófráðana Fram hefur komið tillaga um að stofna þjóðarsjóði handa íbúum Rússlands og annarra þjófræðisríkja, sjóði sem upptekið þýfi væri lagt í og geymt þar til þessi ríki verða að réttarríkjum og yrði fénu þá skilað þangað. Þá þarf að veita uppljóstrurum trygga vernd og styðja við bakið á rannsóknarblaðamönnum og stofnunum sem fylgjast með spillingu um heiminn eins og t.d. samsteypunni sem afhjúpaði Panama-skjölin 2016. Þar tóku höndum saman 220 blaðamenn og yfir 100 fjölmiðlar frá 80 löndum og lyftu grettistaki. Fjárböðun er eitt helzta vopn þjófráðanna sem ógna nú lýðræðinu í æ fleiri löndum, láta greipar sópa um auðlindir almennings og ögra mannréttindum. Þeir geyma illa fengið fé að mestu í Ameríku og Evrópu. Stjórnvöldum þar ber að afvopna þjófráðana með því að girða fyrir fjárböðun. Annars er hætt við að áfram muni fjara undan lýðræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun