Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:30 Eiríkur Rögnvaldsson var prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og kenndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þegar hún nam íslensku við þann sama skóla. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt. Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira