Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:30 Eiríkur Rögnvaldsson var prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og kenndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þegar hún nam íslensku við þann sama skóla. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt. Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira