Fékk fyrstu íbúðina afhenta eftir að hafa búið með börnunum í einu herbergi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 18:24 Katrín Einarsdóttir fékk íbúðina afhenta í dag. Björn Traustason framkvæmdastjóri sést lengst til vinstri á mynd en einnig voru viðstaddar Drífa Snædal forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Mynd/Aðsend Fyrsti leigjandi Bjargs íbúðafélags fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi í dag. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi. Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, fékk afhenta lykla að fyrstu íbúðinni sem fer í útleigu. Í tilkynningu segir að hún hafi búið um nokkurt skeið í einu herbergi heima hjá foreldrum sínum ásamt börnum sínum, sem eru fjögurra og tíu ára gömul. Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn samtakanna. Alls eru nú 563 íbúðir í byggingu á vegum félagsins og 490 til viðbótar í hönnunarferli. „Verkalýðshreyfingin hefur enn og aftur tekið frumkvæði að því að bjóða hagkvæmari íbúðir fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er gleðidagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ við afhendingu íbúðarinnar í dag. Um 1.150 félagsmenn ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir íbúðum. Framkvæmdir við 563 íbúðir eru nú í fullum gangi við Móaveg, Urðarbrunn, í Úlfarsárdal við Hallgerðargötu og í Hraunbænum í Reykjavík, sem og á Akranesi og á Akureyri. Þá áætlar Bjarg að afhenda leigjendum 141 íbúð til viðbótar í ár eftir því sem húsnæðið verður tilbúið. Þær íbúðir eru við Móaveg, í Asparskógum og í Urðarbrunni. Unnið er að hönnun 490 íbúða til viðbótar í Bryggjuhverfinu, Gelgjutanga, og Skerjafirði í Reykjavík, og í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Fyrsti leigjandi Bjargs íbúðafélags fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi í dag. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi. Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, fékk afhenta lykla að fyrstu íbúðinni sem fer í útleigu. Í tilkynningu segir að hún hafi búið um nokkurt skeið í einu herbergi heima hjá foreldrum sínum ásamt börnum sínum, sem eru fjögurra og tíu ára gömul. Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn samtakanna. Alls eru nú 563 íbúðir í byggingu á vegum félagsins og 490 til viðbótar í hönnunarferli. „Verkalýðshreyfingin hefur enn og aftur tekið frumkvæði að því að bjóða hagkvæmari íbúðir fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er gleðidagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ við afhendingu íbúðarinnar í dag. Um 1.150 félagsmenn ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir íbúðum. Framkvæmdir við 563 íbúðir eru nú í fullum gangi við Móaveg, Urðarbrunn, í Úlfarsárdal við Hallgerðargötu og í Hraunbænum í Reykjavík, sem og á Akranesi og á Akureyri. Þá áætlar Bjarg að afhenda leigjendum 141 íbúð til viðbótar í ár eftir því sem húsnæðið verður tilbúið. Þær íbúðir eru við Móaveg, í Asparskógum og í Urðarbrunni. Unnið er að hönnun 490 íbúða til viðbótar í Bryggjuhverfinu, Gelgjutanga, og Skerjafirði í Reykjavík, og í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira