Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2019 10:57 Haukur Þrastarson fær ekki að leika listir sínar í Meistaradeildinni. vísir/daníel þór Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði. Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði.
Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16