Hætta sölu DVD-diska Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 12:12 Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO, segir dag DVD-disksins að kveldi kominn, að minnsta kosti innan veggja ELKO. Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO. Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO.
Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira