Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 23:00 Eins og sjást má er Aðalheiður sundurbitin. Facebook/Aðalheiður Ámundadóttir Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum. Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum.
Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53