Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 23:00 Eins og sjást má er Aðalheiður sundurbitin. Facebook/Aðalheiður Ámundadóttir Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum. Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum.
Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53