Nýjar rannsóknir staðfesti virkni þörunga á Psoriasis Sighvatur Jónsson skrifar 22. júní 2019 23:00 Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira