Slysahætta vegna tólf yfirgefinna bústaða Pálmi Kormákur skrifar 24. júní 2019 08:00 Ljóst er að ástandið er ekki boðlegt íbúum nærliggjandi byggðar. Heilbrigðiseftirlitið segir æskilegt að húsin verði rifin. Fréttablaðið/Stefán Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“ Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent