Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“ Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira