Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 18:45 Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira