Barnaverndaráætlun – nýr tónn og aukið fjármagn Ásmundur Einar Daðason skrifar 25. júní 2019 08:00 Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum var samþykkt á Alþingi fyrir þinglok. Þar kveður við nýjan tón á ýmsum sviðum enda er gert ráð fyrir 600 milljóna fjáraukningu til þess að byggja upp og þróa ný úrræði og þjónustu við börn. Unnið verður að því að efla grunnvinnslu barnaverndarmála á fyrstu stigum, stuðla að snemmtækri íhlutun, auka samvinnu ríkis og sveitarfélaga og fjölga gagnreyndum úrræðum. Framkvæmdaáætlunin er liður í heildarendurskoðun í málefnum barna og mikilvægt skref í átt að því að skapa heildarsýn og samfellu í þeirri þjónustu og í þeim úrræðum sem standa börnum og foreldrum til boða. Hún er metnaðarfull og unnin í góðu samráði við helstu hagsmunaaðila. Eitt af meginmarkmiðunum er að koma fyrr að vanda barna. Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir áföllum eða búa við vanrækslu í æsku eru líklegri til að leiðast út af braut í lífinu. Þeim er jafnframt hættara við ýmsum sjúkdómum. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið allt að koma þeim sem á þurfa að halda til hjálpar með gagnreyndum úrræðum – og það sem fyrst. Til þess þarf að tryggja samstarf þeirra kerfa sem þjónusta börn og horfa á þjónustuna með heildstæðum hætti. Hagsmunir barna krefjast þess. Gera þarf kröfu um skýra ábyrgð og samþættingu þjónustu og úrræða og er mikill vilji fyrir því innan ríkisstjórnarinnar. Þá þyrfti í mörgum tilfellum að grípa miklu fyrr til aðgerða en þegar þröskuldur til inngripa á grundvelli barnaverndarlaga næst, en hann miðast við að börn búi við óviðunandi aðstæður eða stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Það hefur verið gefandi að taka þátt í að móta ofangreinda framkvæmdaáætlun og verkefnið nú er að fylgja henni eftir af festu. Þessi framsækna áætlun sýnir að okkur er alvara þegar við segjumst ætla að gera betur fyrir börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum var samþykkt á Alþingi fyrir þinglok. Þar kveður við nýjan tón á ýmsum sviðum enda er gert ráð fyrir 600 milljóna fjáraukningu til þess að byggja upp og þróa ný úrræði og þjónustu við börn. Unnið verður að því að efla grunnvinnslu barnaverndarmála á fyrstu stigum, stuðla að snemmtækri íhlutun, auka samvinnu ríkis og sveitarfélaga og fjölga gagnreyndum úrræðum. Framkvæmdaáætlunin er liður í heildarendurskoðun í málefnum barna og mikilvægt skref í átt að því að skapa heildarsýn og samfellu í þeirri þjónustu og í þeim úrræðum sem standa börnum og foreldrum til boða. Hún er metnaðarfull og unnin í góðu samráði við helstu hagsmunaaðila. Eitt af meginmarkmiðunum er að koma fyrr að vanda barna. Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir áföllum eða búa við vanrækslu í æsku eru líklegri til að leiðast út af braut í lífinu. Þeim er jafnframt hættara við ýmsum sjúkdómum. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið allt að koma þeim sem á þurfa að halda til hjálpar með gagnreyndum úrræðum – og það sem fyrst. Til þess þarf að tryggja samstarf þeirra kerfa sem þjónusta börn og horfa á þjónustuna með heildstæðum hætti. Hagsmunir barna krefjast þess. Gera þarf kröfu um skýra ábyrgð og samþættingu þjónustu og úrræða og er mikill vilji fyrir því innan ríkisstjórnarinnar. Þá þyrfti í mörgum tilfellum að grípa miklu fyrr til aðgerða en þegar þröskuldur til inngripa á grundvelli barnaverndarlaga næst, en hann miðast við að börn búi við óviðunandi aðstæður eða stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Það hefur verið gefandi að taka þátt í að móta ofangreinda framkvæmdaáætlun og verkefnið nú er að fylgja henni eftir af festu. Þessi framsækna áætlun sýnir að okkur er alvara þegar við segjumst ætla að gera betur fyrir börnin okkar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar