Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Birna Dröfn Jónasdóttir og Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. júní 2019 06:00 Með jafnlaunavottun geta fyrirtæki og stofnanir komið í veg fyrir kynbundinn launamun. Fréttablaðið/sigtryggur Einungis þriðjungur þeirra fyrirtækja og stofnana sem ber samkvæmt lögum að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok hafa fengið vottunina. Sérfræðingar telja að fjölga þurfi vottunaraðilum sem í dag eru fjórir. Ljóst er að ekki mun nást að klára vottun fyrir alla þá aðila sem ekki hafa fengið hana. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það klárt mál að klára þurfi þennan kúf. Það var í tíð flokksbróður hennar, Þorsteins Víglundssonar, sem félags- og jafnréttismálaráðherra sem lög um jafnlaunavottun voru sett. Upphaflega áttu fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 250 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunvottun í lok síðasta árs. Gildistöku laganna var hins vegar frestað um eitt ár í nóvember síðastliðnum. Þorgerður Katrín veltir fyrir sér hvort það hafi valdið því að menn hafi slakað eitthvað á hraðanum í þessari vinnu. Hún vonar að það verði ekki aftur gripið til viðlíka aðgerða. „Ég held að það væru vond skilaboð ef menn ætla eitthvað að fara breyta aftur gildistökunni. Ég trúi ekki að ríkisstjórnin með Vinstri græn í broddi fylkingar muni leggja áherslu á það heldur miklu frekar það að leysa úr þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Stóra myndin sé sú að við séum á réttri leið en horfa þurfi á málið með ákveðnum raunsæisgleraugum. „Þetta má heldur ekki verða til þess að menn hummi þetta fram af sér. Ég vona að ríkisstjórnin gefi út þau skilaboð að það sé ekki rétta leiðin, heldur reynum við bara að vinna okkur í gegnum þetta.“ Það verði þó að sýna ákveðinn sveigjanleika upp að vissu marki. „Þetta verður að vinnast í góðri samvinnu atvinnulífs og Jafnréttisstofu. Ég treysti þessum fagaðilum til þess.“ Þorgerður segist hafa setið ótal fundi með fyrirtækjum um jafnlaunavottun. Það sé ánægjulegt að sjá hvað fyrirtæki taki þetta alvarlega. „Þau eru að segja að þetta hafi svo jákvæð áhrif almennt inn í fyrirtækin á svo mörgum öðrum sviðum en eingöngu sviði jafnréttismála. Þetta er tæki sem nær yfir meira svið heldur en eingöngu hreina og klára jafnlaunavottun.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRMinna en fjórðungur þeirra fyrirtækja og stofnana sem samkvæmt lögum ber að verða sér úti um jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs hefur hlotið vottun. Jafnlaunavottun var lögfest í júní árið 2017 og felur hún í sér að öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 manns á ársgrundvelli beri að gæta þess að ekki sé mismunun í launum eftir kyni. Fyrsti áfangi laganna nær til fyrirtækja og stofnana þar sem starfa 250 manns eða fleiri og ber þeim fyrirtækjum að öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Fyrirtæki af þeirri stærðargráðu eru 289 talsins hér á landi og einungis 90 þeirra hafa öðlast vottunina. Heimild er til að beita dagsektum allt að fimmtíu þúsund krónum á dag hafi þessi fyrirtæki ekki hlotið jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs. En samkvæmt svari frá Jafnréttisstofu við fyrirspurn Fréttablaðsins, verður dagsektum ekki beitt nema að vel ígrunduðu máli. Fjórir aðilar hér á landi hafa leyfi til að gefa út vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækja en ljóst þykir að ekki náist að klára vottunarferli þeirra 223 fyrirtækja og stofnana sem ættu að hafa öðlast vottun á þessu ári. „Nú er árið að verða hálfnað þannig að það er orðið svolítið tvísýnt hvort þetta náist, ef við gefum okkur að það fari tveir til þrír vinnudagar í hverja vottun þá er nú auðvelt að leggja það saman,“ segir Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf. sem er einn þessara fjögurra aðila. Hann bætir því við að vel hefði verið hægt að gefa út jafnlaunavottun á mun fleiri fyrirtæki og stofnanir en þessi sextíu og sex sem nú þegar hafa öðlast þær. „Óskastaðan hefði verið sú að þetta hefði komið jafnt yfir árið, þetta er bara eins og ef allir bílar ættu að fara í skoðun fyrir árslok og þá færu líklega allir á sama tíma.“ Fyrir árslok 2020 ber þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa 150-249 starfsmenn af öðlast jafnlaunavottun svo enn fleiri vottanir ber að gefa út á næsta ári. „Á sama tíma bætist við eftirfylgni þeirra fyrirtækja sem fá vottun í ár, svo á næsta ári verður þetta enn meira en þetta er í ár.“ Jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnana er fylgt eftir árlega með skoðun á þeim fyrirtækjum sem hlotið hafa vottun. Þriðja hvert ár á sér svo stað stærra skoðunarferli. Hafsteinn Einarsson, ráðgjafi hjá PwC, segir að eðlilegt væri að fjölga þeim sem gefa út jafnlaunavottun til þess að létta á stöðunni. „Þegar búið er að setja löggjöf þar sem allir eru skyldugir til þess að hafa jafnlaunavottun væri eðlilegt að fjölga þeim aðilum sem hafa leyfi til þess að gefa út vottun, og víkka þannig flöskuhálsinn sem hefur stíflast.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framlengja frest til að innleiða jafnlaunavottun Ráðherra segir að innleiðingin hafi tekið lengri tíma en búist var við og brýnir fyrir fyrirtækjum mikilvægi þess að taka jafnréttismálum af festu. 29. september 2018 12:24 Beina því til lækna að taka ekki þátt í vinnu Landspítalans vegna jafnlaunavottunar Vilja að annað jafnlaunakerfi sé tekið upp. 9. apríl 2019 13:24 Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. 19. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Einungis þriðjungur þeirra fyrirtækja og stofnana sem ber samkvæmt lögum að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok hafa fengið vottunina. Sérfræðingar telja að fjölga þurfi vottunaraðilum sem í dag eru fjórir. Ljóst er að ekki mun nást að klára vottun fyrir alla þá aðila sem ekki hafa fengið hana. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það klárt mál að klára þurfi þennan kúf. Það var í tíð flokksbróður hennar, Þorsteins Víglundssonar, sem félags- og jafnréttismálaráðherra sem lög um jafnlaunavottun voru sett. Upphaflega áttu fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 250 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunvottun í lok síðasta árs. Gildistöku laganna var hins vegar frestað um eitt ár í nóvember síðastliðnum. Þorgerður Katrín veltir fyrir sér hvort það hafi valdið því að menn hafi slakað eitthvað á hraðanum í þessari vinnu. Hún vonar að það verði ekki aftur gripið til viðlíka aðgerða. „Ég held að það væru vond skilaboð ef menn ætla eitthvað að fara breyta aftur gildistökunni. Ég trúi ekki að ríkisstjórnin með Vinstri græn í broddi fylkingar muni leggja áherslu á það heldur miklu frekar það að leysa úr þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Stóra myndin sé sú að við séum á réttri leið en horfa þurfi á málið með ákveðnum raunsæisgleraugum. „Þetta má heldur ekki verða til þess að menn hummi þetta fram af sér. Ég vona að ríkisstjórnin gefi út þau skilaboð að það sé ekki rétta leiðin, heldur reynum við bara að vinna okkur í gegnum þetta.“ Það verði þó að sýna ákveðinn sveigjanleika upp að vissu marki. „Þetta verður að vinnast í góðri samvinnu atvinnulífs og Jafnréttisstofu. Ég treysti þessum fagaðilum til þess.“ Þorgerður segist hafa setið ótal fundi með fyrirtækjum um jafnlaunavottun. Það sé ánægjulegt að sjá hvað fyrirtæki taki þetta alvarlega. „Þau eru að segja að þetta hafi svo jákvæð áhrif almennt inn í fyrirtækin á svo mörgum öðrum sviðum en eingöngu sviði jafnréttismála. Þetta er tæki sem nær yfir meira svið heldur en eingöngu hreina og klára jafnlaunavottun.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRMinna en fjórðungur þeirra fyrirtækja og stofnana sem samkvæmt lögum ber að verða sér úti um jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs hefur hlotið vottun. Jafnlaunavottun var lögfest í júní árið 2017 og felur hún í sér að öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 manns á ársgrundvelli beri að gæta þess að ekki sé mismunun í launum eftir kyni. Fyrsti áfangi laganna nær til fyrirtækja og stofnana þar sem starfa 250 manns eða fleiri og ber þeim fyrirtækjum að öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Fyrirtæki af þeirri stærðargráðu eru 289 talsins hér á landi og einungis 90 þeirra hafa öðlast vottunina. Heimild er til að beita dagsektum allt að fimmtíu þúsund krónum á dag hafi þessi fyrirtæki ekki hlotið jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs. En samkvæmt svari frá Jafnréttisstofu við fyrirspurn Fréttablaðsins, verður dagsektum ekki beitt nema að vel ígrunduðu máli. Fjórir aðilar hér á landi hafa leyfi til að gefa út vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækja en ljóst þykir að ekki náist að klára vottunarferli þeirra 223 fyrirtækja og stofnana sem ættu að hafa öðlast vottun á þessu ári. „Nú er árið að verða hálfnað þannig að það er orðið svolítið tvísýnt hvort þetta náist, ef við gefum okkur að það fari tveir til þrír vinnudagar í hverja vottun þá er nú auðvelt að leggja það saman,“ segir Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf. sem er einn þessara fjögurra aðila. Hann bætir því við að vel hefði verið hægt að gefa út jafnlaunavottun á mun fleiri fyrirtæki og stofnanir en þessi sextíu og sex sem nú þegar hafa öðlast þær. „Óskastaðan hefði verið sú að þetta hefði komið jafnt yfir árið, þetta er bara eins og ef allir bílar ættu að fara í skoðun fyrir árslok og þá færu líklega allir á sama tíma.“ Fyrir árslok 2020 ber þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa 150-249 starfsmenn af öðlast jafnlaunavottun svo enn fleiri vottanir ber að gefa út á næsta ári. „Á sama tíma bætist við eftirfylgni þeirra fyrirtækja sem fá vottun í ár, svo á næsta ári verður þetta enn meira en þetta er í ár.“ Jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnana er fylgt eftir árlega með skoðun á þeim fyrirtækjum sem hlotið hafa vottun. Þriðja hvert ár á sér svo stað stærra skoðunarferli. Hafsteinn Einarsson, ráðgjafi hjá PwC, segir að eðlilegt væri að fjölga þeim sem gefa út jafnlaunavottun til þess að létta á stöðunni. „Þegar búið er að setja löggjöf þar sem allir eru skyldugir til þess að hafa jafnlaunavottun væri eðlilegt að fjölga þeim aðilum sem hafa leyfi til þess að gefa út vottun, og víkka þannig flöskuhálsinn sem hefur stíflast.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framlengja frest til að innleiða jafnlaunavottun Ráðherra segir að innleiðingin hafi tekið lengri tíma en búist var við og brýnir fyrir fyrirtækjum mikilvægi þess að taka jafnréttismálum af festu. 29. september 2018 12:24 Beina því til lækna að taka ekki þátt í vinnu Landspítalans vegna jafnlaunavottunar Vilja að annað jafnlaunakerfi sé tekið upp. 9. apríl 2019 13:24 Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. 19. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Framlengja frest til að innleiða jafnlaunavottun Ráðherra segir að innleiðingin hafi tekið lengri tíma en búist var við og brýnir fyrir fyrirtækjum mikilvægi þess að taka jafnréttismálum af festu. 29. september 2018 12:24
Beina því til lækna að taka ekki þátt í vinnu Landspítalans vegna jafnlaunavottunar Vilja að annað jafnlaunakerfi sé tekið upp. 9. apríl 2019 13:24
Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. 19. nóvember 2018 12:38