Mette Frederiksen fer fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn jafnaðarmanna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 22:39 Mette Frederiksen. Getty Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia
Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira