Furðuveröld sendiherrans Stefán Pálsson skrifar 26. júní 2019 08:00 Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun