Pilturinn dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir morðið á Sunnivu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 08:14 Sunniva Ødegård . Mynd/Norska lögreglan Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug. Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug.
Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55
Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54