Vill íbúakosningu um skipulag Elliðaárdals Ari Brynjólfsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, vill engar stórframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05