Vill íbúakosningu um skipulag Elliðaárdals Ari Brynjólfsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, vill engar stórframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05