Uppeldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:00 Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun