Grænir skattar eru loftslagsmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Til að takast á við hamfarahlýnun þurfum við margs konar lausnir. Ein þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma á fót grænum sköttum sem hvetja til umhverfisvænni ákvarðana. Þetta er mikilvæg loftslagsaðgerð sem markar vatnaskil.Urðunarskattur dregur úr losun Það að urða úrgang er versti kosturinn í úrgangsmálum fyrir loftslagið. Best er að draga úr neyslu, þá að nota hlutina aftur (t.d. gera við þá eða kaupa notaða hluti) og því næst að endurvinna úrganginn (breyta t.d. plasti aftur í plast). Þar á eftir kemur endurnýting (m.a. að breyta úrganginum í orku) og allra sísti kosturinn er síðan urðun. Þegar úrgangur er urðaður myndast gróðurhúsalofttegundir og raunar er slík losun alls um 7% af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Með því að skattleggja urðun, líkt og nú verður gert, myndast hvati til að nota hluti aftur og endurvinna. Það skiptir miklu. Minna er urðað og þá dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hingað til hefur verið alltof ódýrt að losa sig við óflokkaðan úrgang og hvatinn til að koma í veg fyrir urðun ekki verið til staðar en þetta mun nú breytast. Önnur mikilvæg loftslagsaðgerð felst í að skattleggja sérstaklega svokölluð F-gös: Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar sem kælimiðlar í kælikerfi í iðnaði. Flúorgösin eru manngerð og valda gróðurhúsaáhrifum. Losunin vegna þeirra er einnig um 7% af þeirri losun sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamningnum. Til eru aðrar lausnir en umræddir kælimiðlar. Með grænum skatti á flúorgös drögum við úr notkun efna sem eru slæm fyrir loftslagið og hröðum nauðsynlegri útfösun þeirra hér á landi. Nákvæm útfærsla beggja skattanna er nú fram undan en báðir eru þeir þýðingarmiklir fyrir loftslagið og hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Til að takast á við hamfarahlýnun þurfum við margs konar lausnir. Ein þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma á fót grænum sköttum sem hvetja til umhverfisvænni ákvarðana. Þetta er mikilvæg loftslagsaðgerð sem markar vatnaskil.Urðunarskattur dregur úr losun Það að urða úrgang er versti kosturinn í úrgangsmálum fyrir loftslagið. Best er að draga úr neyslu, þá að nota hlutina aftur (t.d. gera við þá eða kaupa notaða hluti) og því næst að endurvinna úrganginn (breyta t.d. plasti aftur í plast). Þar á eftir kemur endurnýting (m.a. að breyta úrganginum í orku) og allra sísti kosturinn er síðan urðun. Þegar úrgangur er urðaður myndast gróðurhúsalofttegundir og raunar er slík losun alls um 7% af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Með því að skattleggja urðun, líkt og nú verður gert, myndast hvati til að nota hluti aftur og endurvinna. Það skiptir miklu. Minna er urðað og þá dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hingað til hefur verið alltof ódýrt að losa sig við óflokkaðan úrgang og hvatinn til að koma í veg fyrir urðun ekki verið til staðar en þetta mun nú breytast. Önnur mikilvæg loftslagsaðgerð felst í að skattleggja sérstaklega svokölluð F-gös: Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar sem kælimiðlar í kælikerfi í iðnaði. Flúorgösin eru manngerð og valda gróðurhúsaáhrifum. Losunin vegna þeirra er einnig um 7% af þeirri losun sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamningnum. Til eru aðrar lausnir en umræddir kælimiðlar. Með grænum skatti á flúorgös drögum við úr notkun efna sem eru slæm fyrir loftslagið og hröðum nauðsynlegri útfösun þeirra hér á landi. Nákvæm útfærsla beggja skattanna er nú fram undan en báðir eru þeir þýðingarmiklir fyrir loftslagið og hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar